Upplýsingar í síma: 837 77 50 frá 9-17

HVERNIG Á AÐ TENGJA EFTIRVAGN Á DRÁTTARKRÓK?

HVERNIG Á AÐ TENGJA EFTIRVAGN Á DRÁTTARKRÓK?

Þar gildir reglugerð nr 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.   Þetta eru almennar leiðbeiningar – lausleg þýðing án ábyrgðar

Það reynist ekki alltaf vera nóg af rými í bílnum okkar.  Sem betur fer má keyra bíl með lítinn eftirvagn ef við erum með almenn ökuréttindi og auka á þann hátt verulega við pláss fyrir farminn sem við flytjum. Það þarf þó að muna að allir eftirvagnar geta haft áhrif á það hvernig bíllinn lætur að stjórn.  Sérstaklega hvað varðar það að bremsa, bakka eða taka fram úr. Við þurfum að gæta að þessu öllu þegar við leggjum af stað í ferðalag en það mikilvægasta þegar kemur að öryggi er rétt þyngdardreifing og að eftirvagninn sé rétt og tryggilega festur á dráttarbeislið.

Að tengja eftirvagna

Að tengja eftirvagn við bíl samanstendur af þremur þrepum:

– að tengja kerrutengið tryggilega við dráttarkúluna

– að tengja rafmagnstengið

– að tengja öryggislínuna / öryggiskeðjuna

Til að tengja eftirvagn við dráttarkúlu þarf fyrst að opna kerrutengið með því að lyfta upp handfanginu sem læsir því við kúluna. Eftir að hafa sett kerrutengið á kúluna göngum við úr skugga um að kúlan sé komin alla leið upp í tengið. Fyrr er ekki hægt að láta læsingarhandfangið rétt niður.
Loks lyftum við upp nefhjólinu og festum það tryggilega.

Markmiði með öryggislínunni /-keðjunni er lýst í Rlg. 822/2004  „Öryggistengingin skal hindra að beislið nemi við jörð ef tenging milli ökutækjanna rofnar“  jafnframt því á hún að tryggja að kerran elti bílinn við slíkar aðstæður.  Á þyngri kerrum virkjar hún hemla kerrunnar við sömu aðstæður.


Hún er hluti af skylduútbúnaði og þó að hægt sé að keyra án hennar er hún nauðsynleg til að tryggja öryggi. Ef hún er fest rétt ætti hún fara í gegnum sérstakt gat eða auga fyrir neðan dráttarkúluna sem  þó er ekki að finna á öllum beislum.  Þá nægir að setja línuna utan um dráttarkúluna, neðan tengis.

Áður en við leggjum af stað þarf að athuga ástand hjólbarða og hvort að réttur loftþrýstingur sé í hjólunum. Fullvissum okkur um að eftirvagninn sé rétt tengdur við bílinn og kerrutengið sé fest tryggilega og skorðað. Prófum öll ljós eftirvagnsins; stöðu-, stefnu-, hemla- og þokuljós ef við á.

Að hlaða vagninn rétt

Áður en við setjum farangur á eftirvagninn þarf að kynna sér nokkrar grundvallarreglur varðandi flutning á farangri á eftirvagni á réttan og öruggan hátt.

– Þyngstu hlutunum skal koma fyrir, yfir öxli eftirvagns eða rétt fyrir framan hann. Sé farmi rangt komið fyrir getur það leitt til þess að aftari ás bílsins verði ekki hlaðinn nægilega og lyftist jafnvel upp.  Sé eftirvagn of afturþungur eykst verulega, tilhneiging hans til þess að sveiflast til hliðanna

– Þunganum skal því dreifa jafnt á eftirvagninn svo að hann sláist ekki til hliðanna við akstur.

– Farmurinn verður að vera rétt frágenginn, festur og skorðaður (með fleygum, borðum, neti – eftir því hvað er flutt) og merktur (hlutir sem standa út úr eftirvagninum verða að vera vel sýnilegir).

– Eftirvagninn ætti að tengja áður en hann er hlaðinn – Það er auðvelt að ofhlaða og skemma nefhjól.

Að aftengja eftirvagninn

Þegar handbremsan hefur verið sett á og slökkt hefur verið á vélinni skorðum við hjól eftirvagnsins með klossum. Þá fyrst getum við aftengt eftirvagninn á öruggan hátt. Byrja skal á því að aftengja rafmagnstengið, þar næst er losað um festingu á nefhjólsleggnum og nefhjólið látið niður. Eftir að við höfum lyft upp læsihandfanginu á tenginu, skrúfum við nefhjólið þannig að tengið lyftist upp fyrir kúlu dráttarbeislisins. Þá tökum við öryggislínuna af og færum síðan bílinn frá eftirvagninum.

Rlg 822/2004 gildir – Þetta eru aðeins almennar leiðbeiningar – lauslega þýddar – og án ábyrgðar á aðferðum eða hugtökum.