HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA VIÐ VAL Á DRÁTTARKRÓK?

Við komumst að því hversu mikilvægur aukabúnaður dráttarkrókur er þegar það reynist nauðsynlegt að draga annan bíl eða tengja eftirvagn. En hvernig er best að fara að því að velja þennan mikilvæga aukahlut fyrir bílinn okkar og hverju skal veita sérstaka eftirtekt við kaupin?

Dráttarkrókur og útlit bílsins

Margir ökumenn gera sér grein fyrir hversu mikilvægur dráttarkrókurinn er en setja hann vísvitandi ekki upp því þeir óttast um að bíllinn glati sjarma sínum. Sem betur fer bjóðum við upp á margar gerðir sem einkennast af fallegri hönnun og það sem meira er hafa sumir þeirra kúlu sem hægt er að skrúfa eða smella af eða það er hægt að brjóta þá auðveldlega saman svo þeir standi ekki út fyrir stuðarann þegar keyrt er dagsdaglega.

Val á dráttarkrók – hvað ber fyrst og fremst að hafa í huga?

Útlit bílsins eftir uppsetningu dráttarkróks og hvort að auðvelt sé að nota hann eru mjög mikilvægir þættir. En þegar við ákveðum hvað skal kaupa þarf að hafa fleiri atriði í huga. Semsagt, hverju ættum við fyrst að gefa gaum?

– Bíltegund – Við veljum annan krók fyrir Ford, annan fyrir Volkswagen og enn annan fyrir BMW. Krókar geta verið mismunandi eftir gerð og tegund hvað varðar uppsetningu og frágang, þess vegna þarf að hafa í huga tegund, gerð og árgang.

– Drif – Ef bíll er með fjórhjóladrifi þarf að að nota króka sem eru sérhannaðir fyrir bíla með þannig drifi.

Af hverju er þetta mikilvægt? Í fyrsta lagi verða dráttarkrókar sem eru sérhannaðir fyrir tiltekna gerð örugglega auðveldari í uppsetningu. Í öðru lagi ætti öryggi að vera meginmarkmið okkar sem aðeins dráttarkrókur sem er sérsniðinn fyrir tiltekna bíltegund getur tryggt.

Tæknilegir eiginleikar – hvernig á að skilja þá?

Þegar dráttarkrókur er valinn þarf að kynna sér tæknilýsingu hans. Það gerir kleift að velja ákjósanlegustu gerðina sem mun standa undir væntingum okkar. Hvaða upplýsingar eru því mikilvægastar fyrir okkur?

– Hámarks dráttargeta króks (hámarks leyfileg heildarþyngd króks) – sagt er að eftirvagn eða bíll sem er dreginn ætti ekki að vega meira en 85% af massa bílsins okkar. Þetta gildi er eitt af tveimur mikilvægustu þáttunum sem takmarka hversu mikið við getum dregið. Hitt er leyfð hámarks dráttargeta króksins.

– Efni sem dráttarkrókur er gerður úr – venjulegt stál er mjög góð lausn en það þarf að hugsa mjög vel um það þar sem það er viðkvæmara fyrir veðurskilyrðum og með tímanum getur það farið að ryðga. Þess vegna er án efa betra að velja galvaníserað stál sem einkennist af því að það þolir ryð og slæma veðráttu mun betur.

– Hámarks lóðrétt álag á kúlu dráttarkróksins – þegar bílnum er lagt veldur áfasti eftirvagninn lóðréttu álagi á kúlu dráttarkróksins. Ef að rangt er valið getur það leitt til þess að allt tengitækið og jafnvel sjálfur bíllinn skemmist.

– Gerðaviðurkenning dráttarkróksins – aðeins krókar sem eru með gerðaviðurkenningu fyrir tiltekið land eru leyfðir í umferðinni.

– Sérsniðin rafkerfi – allir eftirvagnar verða að hafa eiginn, virkan ljósabúnað. Því fylgir að við þurfum að útvega rafkerfi fyrir krókinn okkar. Þegar rafkerfi er valið þarf að athuga fjölda pinna (til eru 7 pinna kerfi ætluð fyrir léttar kerrur og 13 pinna kerfi sem eru nauðsynleg þegar þarf að draga þyngri eftirvagna eða hjólhýsi).

Val á viðeigandi dráttarkrók er því kannski hvorki fljótlegt né einfalt en með því að velja rétt er hægt að koma í veg fyrir mörg vandamál og hættuleg atvik í umferðinni.